Forsíða
Velkomin á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameininguÁ hinni íslensku Wikipedíu eru nú 57.505 greinar.
Grein mánaðarins
Wagner-hópurinn (rússneska: Гpуппa Вaгнepa; umritað Grúppa Vagnera) er hópur rússneskra málaliða sem var stofnaður árið 2014 af ólígarkanum Jevgeníj Prígozhín. Prígozhín var náinn bandamaður Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, og Wagner-hópurinn hefur starfað í ýmsum löndum sem nokkurs konar óformlegur armur rússneska hersins eða „hulduher“ ríkisstjórnar Pútíns. Hópurinn hefur meðal annars barist með Rússum eða bandamönnum þeirra í Úkraínu, Sýrlandi og í Vestur-Afríku.
Hernaðarleiðtogi Wagner-hópsins var lengst af Dmítríj Útkín, fyrrum sérsveitarmaður innan leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Útkín, sem var áhugamaður um þýska hernaðarsögu og var skreyttur húðflúrum með nasistamerkjum, nefndi hópinn eftir þýska tónskáldinu Richard Wagner.
Í fréttum

- 19. nóvember: Javier Milei (sjá mynd) er kjörinn forseti Argentínu.
- 14. nóvember: George Weah, forseti Líberíu, tapar endurkjöri í forsetakosningum gegn fyrrum varaforsetanum Joseph Boakai.
- 13. nóvember: David Cameron, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, tekur við embætti utanríkisráðherra.
- 11. nóvember: Grindavík er rýmd vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.
- 7. nóvember: António Costa, forsætisráðherra Portúgals, segir af sér vegna spillingar.
Yfirstandandi: Átökin í Súdan • Borgarastyrjöldin í Jemen • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Atburðir 27. nóvember
- 2000 - Lengstu veggöng heims, Lærdalsgöngin í Noregi, 25,5 km að lengd, voru opnuð.
- 2001 - Anders Fogh Rasmussen varð forsætisráðherra Danmerkur.
- 2005 - Fyrsta andlitságræðslan var framkvæmd í Amiens í Frakklandi.
- 2009 - 22 létust og 54 særðust í hryðjuverkaárás á hraðlest milli Moskvu og Sankti Pétursborgar.
- 2010 - Kosningar til stjórnlagaþings fóru fram á Íslandi.
- 2018 - Úkraínudeilan: Úkraína lýsti yfir gildistöku herlaga eftir að rússneska strandgæslan hertók þrjú skip úkraínska flotans sem höfðu reynt að sigla inn í Asovshaf um Kertssund.
- 2020 - Helsti kjarnorkusérfræðingur Írans, Mohsen Fakhrizadeh, var myrtur í nágrenni Teheran.
- 2022 – Gos hófst í Mauna Loa á Havaí.
Vissir þú...

- … að liturinn á fána Kýpur (sjá mynd) vísar til þess hve mikið er af kopar á eynni Kýpur?
- … að verk Jons Fosse, Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum árið 2023, hafa verið sviðsett næstoftast allra norskra leikskálda á eftir Henrik Ibsen?
- … að Brian Epstein og George Martin eru meðal þeirra sem hafa verið kallaðir fimmti Bítillinn?
- … að Alþjóðakóði um vernd skipa og hafnaraðstöðu var tekinn upp sem viðbragð við hryðjuverkunum 11. september 2001 og árás sjálfsmorðssprengjumanna á olíuflutningaskipið Limburg árið eftir?
- … að Harriet Martineau er stundum talin fyrsti kvenkyns félagsfræðingurinn?
- … að samfélagsmiðillinn Threads hlaut heimsmet fyrir flestar nýskráningar á skömmum tíma þegar hundrað milljón aðgangar voru stofnaðir á einungis fimm dögum?

Fjarskiptatækni • Iðnaður • Internetið • Landbúnaður • Lyfjafræði • Rafeindafræði • Rafmagn • Samgöngur • Stjórnun • Upplýsingatækni • Verkfræði • Vélfræði • Þjarkafræði

Afþreying • Bókmenntir • Byggingarlist • Dulspeki • Ferðamennska • Garðyrkja • Goðafræði • Heilsa • Íþróttir • Kvikmyndir • Kynlíf • Leikir • List • Matur og drykkir • Myndlist • Tónlist • Trúarbrögð

Atvinna • Borgarsamfélög • Félagasamtök • Fjölmiðlar • Fjölskylda • Fyrirtæki • Hernaður • Lögfræði • Mannréttindi • Umhverfið • Verslun

Náttúruvísindi og stærðfræði
Dýrafræði • Eðlisfræði • Efnafræði • Grasafræði • Jarðfræði • Landafræði • Líffræði • Náttúran • Stjörnufræði • Stærðfræði • Vistfræði • Vísindaleg flokkun • Vísindi

Félagsfræði • Fornfræði • Fornleifafræði • Hagfræði • Heimspeki • Mannfræði • Málfræði • Málvísindi • Menntun • Saga • Sálfræði • Tungumál • Tónfræði • Uppeldisfræði • Viðskiptafræði • Vitsmunavísindi

Ýmislegt
Listar • Gæðagreinar • Úrvalsgreinar • Efnisflokkatré • Flýtivísir • Handahófsvalin síða • Nýjustu greinar • Nýlegar breytingar • Eftirsóttar síður
Systurverkefni
![]() |
Wikiorðabók Orðabók og samheitaorðabók |
![]() |
Wikibækur Frjálsar kennslu- og handbækur |
![]() |
Wikivitnun Safn tilvitnana |
![]() |
Wikiheimild Frjálsar grunnheimildir |
![]() |
Wikilífverur Safn tegunda lífvera |
![]() |
Wikifréttir Frjálst fréttaefni |
![]() |
Commons Samnýtt margmiðlunarsafn |
![]() |
Meta-Wiki Samvinna milli allra verkefna |
![]() |
Wikiháskóli Frjálst kennsluefni og verkefni |
![]() |
Wikidata Samnýttur þekkingagrunnur |
![]() |
Wikivoyage Ferðaleiðarvísar |
![]() |
Mediawiki Þróun wikihugbúnaðarins |